fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
433

Álasund reynir að kaupa Hólmbert af Stjörnunni

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 6. janúar 2018 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álasund hefur áhuga á að kaupa Hólmbert Aron Friðjónsson framherja Stjörnunnar Victor Ingi Olsen starfsmaður Stjörnunnar staðfesti þetta í samtali við 433.is.

Viðræður hafa átt sér stað á milli félaganna og tilboð komið frá Álasund sem Stjarnan hefur ekki samþykkt.

Álasund féll úr norsku úrvalsdeildinni á fyrra og mun leika í næst efstu deild á næsta ári. Með liðinu leika þrír Íslendingar, Adam Örn Arnarson, Daníel Leó Grétarson og Aron Elís Þrándarson.

Sandefjörd sem leikur í efstu deild Noregs vildi fá Hólmbert en það var Lars Bohinen sem var þjálfari liðsins þegar áhuginn byrjaði.

Bohinen er nú þjálfari Álasunds og hefur hann mikinn áhuga á að kaupa Hólmbert.

Hólmbert sem leikið hefur í tvö ár með Stjörnunni þekkir vel til í atvinnumennsku en hann lék með Celtic og Bröndby áður en hann kom heim í KR. Þangað fór hann í Stjörnuna en áður lék Hólmbert með Fram og HK hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jökull á heimleið

Jökull á heimleið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill taka við enska landsliðinu

Vill taka við enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Víkingar mæta albönsku meisturunum

Víkingar mæta albönsku meisturunum