Svava Rós Guðmundssondóttir hefur yfirgefið breiðablik og samið við Roa í norsku úrvalsdeildinni. Morgunblaðið segir frá.
Svava er 22 ára gömul og spilar iðulega sem kantmaður.
Hún lé í þrjú ár með Breiðabliki en áður var hún í herbúðum Vals. Svava hefur verið einn besti leikmaður Pepsi deildarinnar síðustu ár.
„Ég fór og skoðaði aðstæður fyrir jól, æfði með liðinu og þetta leit allt mjög vel út. Ég er reyndar svo góðu vön hérna heima að geta æft inni og slíkt enda Breiðablik með mjög góða aðstöðu, en þetta leit mjög vel út,“ sagði Svava Rós við Morgunblaðið.
Breiðablik hefur misst mikið af leikmönnum síðustu mánuði en ásamt Svövu hafa Rakel Hönnudóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir haldið í atvinnumennsku.