Víkingur Reykjavíkur hefur gengið frá samningi við hollenska framherjann, Rick ten Voorde. Vísir.is segir frá.
Ten Voorde á að fylla skarð Geoffrey Castillion sem ákvað að ganga í raðir FH.
Þessi 26 ára framherji er 1,87 metrar á hæð en hann hefur spilað með NEC og fleiri liðum.
Ten Voorde hefur raðað inn mörkum í hollensku B-deildinni og vonast nú eftir því að reima á sig markaskóna í Pepsi deildinni.
Hann er fimmti leikmaðurinns em Víkingur fær í vetur en áður hafði meðal annars Sölvi Geir Ottesen samið við félagið.