Reynir Leósson er nýjasti maðurinn sem kynntur er til leiks hjá Pepsi mörkunum.
Reynir bætist í góðan hóp en Gunnar Jarl Jónsson, Indriði Sigurðsson og Freyr Alexandersson hafa einnig verið kynntir ti leiks.
Hjörvar Hafliðason hefur hins vegar stigið til hliðar eftir mörg ár í hlutverki sérfræðings.
Þátturinn hefst á ný í í lok apríl en Hörður Magnússon stýrir skútuunni áfram.
Pepsímörkin kynna Reyni Leósson. Reyni þarf ekki að kynna fyrir neinum. Verið sérfræðingur Stöðvar 2 Sport og var einnig álitsgjafi Pepsímarkanna 2012. Átti farsælan feril og lék meðal annars sem atvinnumaður hjá Trelleborg í Svíþjóð. Íslandsmeistari með ÍA 2001. Velkominn Reynir pic.twitter.com/Q1qHWyiERe
— Pepsimörkin (@Pepsimorkin) March 15, 2018