Pepsi-deildin byrjar að rúlla með látum í næsta mánuði en mikil eftirvænting ríkir fyrir sumrinu á meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna.
Íslensku liðin hafa verið dugleg að styrkja sig í vetur og þykja núverandi Íslandsmeistarar Vals og FH líklegust til þess að berjast um titilinn.
Mikið hefur verið rætt og ritað um aðsókn á leiki í Pepsi-deildinni, undnafarin ár en aðsóknarfjöldinn hefur farið dvínandi á líðandi árum.
Hátt miðaverð á einhvern þátt í því en þrátt fyrir það er Ísland í fimmta sæti í heiminum yfir aðsókn á leiki, miðað við höfðatölu ef síðasta tímabil er skoðað.
Færeyjar eru í fyrsta sæti í heiminum en alls mættu 94% þjóðarinnar á leiki í efstu deild, þar í landi á síðustu leiktíð.
Það var Leifur Grímsson, tölfræðisérfræðingur sem tók þetta saman en yfirlit yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.
Færeyingar bera af í aðsókn á fótboltaleiki. Aðsókn að Pepsi-deild er þrátt fyrir allt fín í alþjóðlegum samanburði. Gamla góða höfðatalan klikkar ekki! #fotboltinet pic.twitter.com/nl2JIIjhDt
— Leifur Grímsson (@lgrims) March 8, 2018