Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður í knattspyrnu datt í lukkupottinn í dag.
Birkir sem var að flytja aftur til Íslands eftir mörg ár í atvinnumennsku festi sér kaup á nýjum bíl.
Bílinn keypti Birkir í Brimborg og þar var leikur í febrúar fyrir þá sem versluðu bíla
,,Birkir Már kom og tók við aðalferðavinningnum, 400.000 kr. úr Ferðafjörsleiknum í febrúar. Hann var hæstánægður með bílinn sinn Ford Explorer og auðvitað með vinninginn. Ingigerður Einarsdóttir markaðsstjóri Ford afhenti honum vinninginn,“ segir á Facebook síðu Brimborgar.
Birkir er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og á fast sæti í byrjunarliðinu.
Hann gekk í raðir Vals fyrir jól og mun leika í Pepsi deildinni í sumar.