Stjarnan leitar að kraftmiklum leiðtoga í fullt starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með Stjörnunni að uppbyggingu öflugustu yngri flokka landsins í knattspyrnu.
Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra.
Yngri flokkar deildarinnar telja yfir 800 iðkendur og 25 metnaðarfulla og faglega þjálfara í 8.- 2.flokki karla og kvenna.
Starfssvið yfirþjálfara yngri flokka
– Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur.
– Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð á þjálfaramálum.
– Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegur rekstur.
– Samvinna við meistaflokka deildarinnar.
– Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð í samvinnu við barna- og unglingaráð.
Menntunar- og hæfniskröfur
– Brennandi áhugi á uppbyggingu yngri flokka knattspyrnudeildar og innleiðingu stefnu hennar.
– Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
– Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
– Framtíðarsýn og ósérhlífni.
– UEFA A þjálfaragráða.
Ítarleg ferilskrá ásamt meðmælum, kynningarbréf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið skal berast til Ásu Ingu Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra Stjörnunnar á netfangið asa@stjarnan.is merkt yfirþjálfari knattspyrnudeildar.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2018.