fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433

Stjarnan leitar að yfirþjálfara yngri flokka

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan leitar að kraftmiklum leiðtoga í fullt starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með Stjörnunni að uppbyggingu öflugustu yngri flokka landsins í knattspyrnu.

Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra.

Yngri flokkar deildarinnar telja yfir 800 iðkendur og 25 metnaðarfulla og faglega þjálfara í 8.- 2.flokki karla og kvenna.

Starfssvið yfirþjálfara yngri flokka
– Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur.
– Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð á þjálfaramálum.
– Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegur rekstur.
– Samvinna við meistaflokka deildarinnar.
– Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð í samvinnu við barna- og unglingaráð.

Menntunar- og hæfniskröfur
– Brennandi áhugi á uppbyggingu yngri flokka knattspyrnudeildar og innleiðingu stefnu hennar.
– Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
– Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
– Framtíðarsýn og ósérhlífni.
– UEFA A þjálfaragráða.

Ítarleg ferilskrá ásamt meðmælum, kynningarbréf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið skal berast til Ásu Ingu Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra Stjörnunnar á netfangið asa@stjarnan.is merkt yfirþjálfari knattspyrnudeildar.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið