„Mjög góð frammistaða og við spiluðum vel, gott að vera komnir einum leik nær,“ sagði Orri Steinn Óskarsson framherja íslenska landsliðsins eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.
Ísland er komið í úrslitaleikinn um laust sæti á Evrópumótinu í sumar eftir sigurinn mætir liðið Úkraínu í hreinum úrslitaleik.
Orri segir að stemmingin í klefanum eftir leik hafi verið góð. „Geggjuð stemming eftir leik, það hjálpar líka að frammistaðan var góð.“
Um 100 Íslendingar mættu á leikinn sem fram fór í Búdapest en um 600 stuðningsmenn Ísraels voru á leiknum.
„Það var ekki mikið magn en það voru læti, við þökkum fyrir stuðninginn,“ sagði Orri um íslensku stuðningsmennina.
Viðtalið er í heild hér að neðan.