fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
433Sport

Hjörvar talaði við marga norska blaðamenn eftir tíðindin af Óskari – Þetta er ein af ástæðunum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom öllum í opna skjöldu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði upp störfum hjá Haugesund í morgun eftir stutt stopp.

Óskar tók formlega við Haugesund í upphafi árs en hann stýrði liðinu í sex deildarleikjum og sótti sex stig.

„Hvernig má þetta vera? Velta áhugamenn um boltann fyrir sér, ég er búinn að heyra í mörgum norskum blaðamönnum í morgun. Það er strákur þarna Sancheev Manoharan, hann bjargar liðinu frá falli og stýrir þeim þar. Hann á að stíga til hliðar og vera aðstoðarþjálfari, hann hafði engan áhuga á að vera aðstoðarþjálfari og vann gegn Óskari. Þannig upplifi ég það,“ segir Hjörvar Hafliðason í nýjasta þætti Dr. Football.

„Það er markmannsþjálfari og Óskar upplifir að hann hafi þetta fólk ekki með sér í liði, þetta er hættulegt að mæta á einhvern stað og hafa engan með sér. Þú verður að hafa einhvern sem þú getur treyst.“

Hjörvar segir að Óskar hafi upplifað að hann væri einn á báti hjá Haugesund.

„Óskar mætir einn, og hann sér það strax að það séu ekki allir að róa í sömu átt. Þeir vildu spila upp á stig en Óskar vildi spila stíl, hann vildi láta liðið spila sinn fótbolta.“

Patrik Snær Atlason, PBT var gestur í þættinum og ræddi einnig málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virkilega óánægðir með ákvörðun þjálfarans: ,,Þvílíka helvítis bullið“

Virkilega óánægðir með ákvörðun þjálfarans: ,,Þvílíka helvítis bullið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“
433Sport
Í gær

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin
433Sport
Í gær

Besta deild kvenna: Fædd árið 2010 en skoraði í sigri Þórs/KA – Valur tapaði stigum

Besta deild kvenna: Fædd árið 2010 en skoraði í sigri Þórs/KA – Valur tapaði stigum
433Sport
Í gær

Hugnast betur að vera á Englandi frekar en að fara til Bayern eða Real

Hugnast betur að vera á Englandi frekar en að fara til Bayern eða Real
433Sport
Í gær

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða