fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Munu Blikar gugna á lokakaflanum aftur?

433
Laugardaginn 3. september 2022 18:00

Sigurður býst við að lið á borð við Breiðablik muni aðeins færast lengra frá lakari liðum deildarinnar. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var fyrsti gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó sem hóf göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Íþróttavikan er á dagskrá á föstudögum á Hringbraut en framundan er stórskemmtilegur íþróttavetur.

Aron snéri heim fyrir tímabilið eftir feril í atvinnumennsku og segist vera glaður að vera kominn heim og sé ekkert að pæla mikið í veðrinu.

„Það er gaman að vera kominn heim og allt svoleiðis en auðvitað erum við í Val ekki á þeim stað sem við viljum vera. Þannig þetta er búið að vera smá vonbrigði en sem betur fer er búið að lengja tímabilið þannig við getum rétt úr kútnum.“

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins, er stuðningsmaður Vals og spurði hvort sínir menn væru að fara sækja þriðja sætið en Valur er sem stendur í því fjórða. „Ég væri til í að stefna einu ofar. Við lítum á það þannig að fyrsta sætið sé eiginlega farið. Það þarf eitthvað stórt að gerast til að þeir klúðri því.“

Benedikt benti á að Blikar væru þekktir fyrir að brotna þegar allt væri undir eins og Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, benti á eftir sigurleikinn gegn Blikum í bikarnum. „Það var smá hnífur þar. Það er gaman að það sé rígur og búa til smá umtal og hafa gaman af þessu. En ég á erfitt að sjá Blikana klúðra þessu úr þessu.“

Hörður benti á að það sé stutt á milli. Aðeins séu tvær vikur síðan hann var farinn að halda að Valsmenn væru að gera sig gildandi. „Tvö jafntefli í röð eru búnir að henda því út um gluggann. Þeir eiga Blika í næstu umferð og aftur í úrslitakeppninni. Þar eru sex stig. Þetta er búið að vera skemmtilegt sumar og svo er október handan við hornið sem við vitum ekkert hvað gerist. Blikar eru komnir með pressu á sig eftir þetta tap í bikarnum. Þriðja sumarið í röð eru þeir að spila frábæran fótbolta 90 prósent af mótinu en mun það skila þeim einhverju? Hefðu þeir farið í bikarúrslit hefði það létt á þeim.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snýr Mourinho aftur?

Snýr Mourinho aftur?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti alla stjórn á fimmtugsafmælinu

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti alla stjórn á fimmtugsafmælinu
433Sport
Í gær

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
Hide picture