,,Ég og Óli áttum ekki samleið,“ sagði Bergsveinn Ólafsson varnarmaðurinn knái eftir að hafa skrifað undir hjá Fjölni.
Bergsveinn kemur til Fjölnis frá FH þar sem hann var í tvö ár. Hann segir að eftir að Ólafur Kristjánsson hafi tekið við, hafi hann skynjað að hann ætti ekki framtíð hjá félaginu.
,,Út frá því hafði Fjölnir samband við FH og vildi fá mig, ég skoðaði mín mál og fannst þetta lang mest spennandi að koma heim.“
,,ÉG var ekki í plönum Óla, það er ekkert persónulegt. Það eru sumir sem fýla ekki leikmenn og hann fýlaði mig ekki. Sem betur er annar Óli sem fýlar mig.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan