Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið hóp sinn fyrir komandi verkefni
Í byrjun apríl leikur liðið tvo leiki ytra í undankeppni HM, fyrst er það leikur gegn Slóveníu og síðan er haldið til Færeyja.
Harpa Þorsteinsdóttir er mætt á nýjan leik í hópinn en hún var síðast með á EM í Hollandi, síðasta sumar.
Þá hafa þær Elín Metta og Sigríður Lára Garðarsdóttir náð bata og eru mættar á nýjan leik.
Ef Ísland vinnur sína leiki sem eftir eru fer liðið á HM en í sumar leikur liðið við Slóveníu, Þýskaland og Tékkland á heimavelli í sumar.
Viðtalið við Frey er í heild hér að ofan og neðan.