Heimir Hallgrímsson hefur valið 29 manna leikmannahóp sinn fyrir komandi verkefni í Bandaríkjunum.
Liðið mætir þar Mexíkó og Perú í æfingaleik en um er að ræða síðasta verkefni áður en HM hópurinn verður valinn. Stærstu tíðindin eru þau að Kolbeinn Sigþórsson er mættur aftur á nýjan leik, hann lék síðast með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi.
Athygli vekur að Rúnar Már Sigurjónsson kemst ekki í 29 manna hóp en hann hefur átt fremur fast sæti í hópi liðsins. Albert Guðmundsson, Samúel Kári Friðjónsson og Frederik Schram eru valdir í hópinn en Albert og Samúel verða bara í fyrri leiknum. Sömu sögu er að segja af Aroni Einari.
Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson eru meiddir.