Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Víking Ó. á morgun í mikilvægum leik í botnbaráttunni í Pepsi-deildinni.
,,Þetta er úrslitaleikur og verður erfitt verkefni að fara á Ólafsvík og spila á móti góðu heimaliði,“ sagði Ágúst.
,,Þetta er klárlega úrslitaleikur ásamt því að við eigum svo Skagann í næsta leik. Við viljum koma okkur úr þessari fallbaráttu.“
,,Við höfum bara æft vel en fengum frí helgi um síðustu helgi og fórum í golf. Smá móralskt.“
,,Fríin hafa verið frá viku upp í þrjá og hálfa viku. Það er mjög skrítið að mótivera menn í þetta.“