Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður landsliðsins, var ánægður með frammistöðu liðsins í 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld.
,,Fyrri hálfleikur var allt í lagi. Við náðum að loka vel á þá og þeir sköpuðu sér ekki mikið en við vorum yfirburðar liðið í seinni. Þeir áttu ekki breik,“ sagði Hörður.
,,Heimir sagði okkur að halda haus og að keyra þetta í gang. Það er nóg eftir, 45 mínútur og við vitum hvað við getum.“
,,Það kom aukin orka í okkur og við vildum skora meira. Okkur fannst við geta skorað fimm mörk í viðbót.“