„Það er skemmtilegast að klára svona leiki í lokin,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals eftir 4-3 sigur liðsins gegn Víkingi Reykjavík í dag.
Það voru þeir Sigurður Egill Lárusson, Guðjón Pétur Lýðsson, Patrick Pederson og Bjarni Ólafur Eiríksson sem skoruðu mörk Valsmanna í leiknum en Geoffrey Castillon og Vladimir Tufa sem skoruðu fyrir Víkinga.
„Við erum búnir að spila tvo leiki eftir að við urðum meistarar og þeir leikir hafa báðir unnist sem sýnir bara að við vorum með hugann við þetta.“
„Ég lagði þennan leik ekkert öðruvísi upp en aðra. Bara klára hann á sigri og fara inní veturinn með sigur á bakinu. Ég reikna með að halda lunganu af leikmönnum liðsins en ég er ekki viss um að við náum að halda þeim öllum.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.