Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R, viðurkennir að liðið hafi oft spilað betur en í dag í markalausu jafntefli gegn ÍA.
,,Það var lítið í spilunum en við vildum auðvitað vinna leikinn til að koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Logi.
,,Skagamenn áttu kannski fleiri færi en við en við hefðum getað stolið þessu í lokin. Það er frekar súrt að ná ekki að vinna leikinn. Loksins höldum við hreinu.“
,,Við vildum vinna leikinn og ætluðum að beita sömu taktík og að undanförnu.“
,,Ég mun gera það já,“ sagði Logi spurður út í það hvort að hann myndi hvetja sína menn til að standa heiðursvörð í lokaumferðinni gegn Val.