Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var alls ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-1 tapi gegn Fjölni í dag.
,,Við vorum ekki tilbúnir að mæta þeim í baráttunni. Það er þannig í þessum blessaða leik að ef þú ert ekki tilbúinn að mæta liði í baráttu þá gengur ekkert upp,“ sagði Heimir.
,,Þetta voru sanngjörn úrslit. Við klóruðum í bakkann eftir að hafa fengið markið á okkur. Þeir féllu til baka og gáfu okkur pláss en þeir voru alltaf hættulegir í skyndisóknum.“
,,Mörkin sem við fengum á okkur voru mjög skemmtileg. Ég hef ekkert meira um það að segja.“
,,Í markinu sem Jugovic skoraði átti hann [Gunnar Nielsen] að sparka boltanum útaf en ég held að hann hefði lítið getað gert í seinna markinu.“