Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var gífurlega ánægður með sína menn í kvöld eftir ótrúlega mikilvægan sigur á FH, 2-1.
,,Ég er alveg til í að tala um frammistöðuna gegn Val en þetta var þeirra kvöld. Íslandsmeistararnir áttu það fyllilega skilið,“ sagði Ágúst.
,,FH var ekki að fagna neinu og við fengum þrjú stig og áttum góðan leik. Við börðumst eins og ljón og menn voru tilbúnir í þetta.“
,,Tilfinningin var ótrúleg þegar Jugovic skoraði seinna markið. Hann átti frábæran leik og allt liðið.“
,,Við vorum gíraðir í þennan leik hvort það sé FH eða eitthvað annað. Við áttum góðan dag á heimavelli.“
,,Að chippa yfir? Hann hefur reynt þetta oft en aldrei tekist. Það var gott að sjá þetta í leik, það var mikilvægasta mómentið!“ sagði Heimir um annað mark Igor Jugovic í leiknum.