Emil Hallfreðsson, leikmaður Íslands, viðurkennir að liðið hafi einfaldlega ekki verið nógu gott í kvöld er okkar menn töpuðu 1-0 gegn Finnum.
,,Þetta var klárlega ekki nógu góður leikur enda töpuðum við. Það vantaði einhvern kraft í okkur í kvöld og ég hef engar útskýringar fyrir því,“ sagði Emil.
,,Þetta var flott mark hjá honum. Við reynum eftir það að ná inn marki, fengum færi og þeir einhver færi líka en þetta var barátta eftir það.“
,,Við höfum allir átt betri daga og við þurfum að laga þetta fyrir næsta leik og koma klárir í slaginn.“