„Ég er bara mjög sátt með þennan leik,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 8-0 sigur liðsins á Færeyjum í kvöld.
Það voru þær Elín Metta Jensen, Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.
„Mér leið mjög vel í dag. Það var bara gaman að spila þennan leik og gaman að fá að taka þátt í sóknarleiknum. Við erum betra lið en þær og þær þurftu að verjast mikið. Það voru fínir leikmenn þarna inná milli en við erum með miklu betra lið en þær.“
„Það var krefjandi að spila þennan leik en mér fannst við gera það vel. Ef einhver var aðeins að sofna á verðinum þá var bara pikkað í hana og henni sagt að rífa sig í gang.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.