fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Hallbera Guðný: Hefði verið ljúft að sjá 10-0

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. september 2017 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara mjög sátt, það er alltaf jákvætt að skora mikið af mörkum og halda hreinu í þokkabót,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 8-0 sigur liðsins á Færeyjum í kvöld.

Það voru þær Elín Metta Jensen, Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.

„Ég veit ekki hversu mörgum færum við klúðruðum í þessum leik. Það var sláin, stöngin og rétt framhjá þannig að það hefði verið ljúft að sjá kannski 10-0 en 8-0 er líka flott. Vinstri kanturinn var gal opinn og við Fanndís náum vel saman þannig að þetta var skemmtilegt í kvöld.“

„Það getur verið erfitt að halda haus en það var skemmtilegt að spila í kvöld fannst mér. Það var mikið af fólki á vellinum. Mér líður alltaf vel í vinstri bakverðinum og í dag erum við komnar með góða reynslu af nokkrum kerfum og það er bara af hinu góða held ég.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals