Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum í skýjunum í dag eftir 6-0 sigur liðsins á Haukum. Fylkismenn tryggðu sæti sitt í Pepsi-deildinni með sigrinum.
,,Strákarnir sýndu það í dag að þeir vilja þetta. Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Fyrsta markmiði náð, við erum komnir upp en markmið tvö er að vinna þessa deild,“ sagði Helgi.
,,Við vitum það að þetta verður ekki létt í næstu viku en við ætlum að vinna okkar leik og sjáum hvað gerist annars staðar.“
,,Þessi leikur hefði getað farið í tveggja stafa tölu hefði það ekki verið fyrir markmanninn hjá þeim í lokin.“
,,Það hafa allir verið að óska okkur til hamingju í vikunni en til hamingju með hvað? Við vorum ekki 100 prósent með þetta.“
,,Það er frábært að fá svona stórt starf. Það hafa örugglega margir sopið hveljur yfir því að Fylkir sé að taka reynslulausan mann í þetta!“