Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Íslands, gekk í raðir Marseille í sumar frá Breiðabliki.
Fanndís segist njóta sín í Frakklandi en viðurkennir að það sé töluvert mikill munur á Frakklandi og Íslandi.
,,Fyrstu vikurnar í Frakklandi hafa verið mjög góðar. Þetta er allt öðruvísi en spennandi verkefni,“ sagði Fanndís.
,,Þetta eru öðruvísi áherslur á fótbolta, öðruvísi æfingar, miklu lengri æfingar og nýr æfingatími. Þetta er töluvert öðruvísi.“
,,Það er miklu meiri ákefð í þessu. Ég held stundum að ég sé fljót en þegar ég þarna úti er ég eins og allir hinir.“