Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki ánægður með sína menn í dag eftir 3-1 tap gegn KR í Kópavogi.
,,Ég er alls ekki sáttur en það fer líka eftir því hvernig maður tapar. Þetta var tap sem var ekki boðlegt. Við vorum ekki tilbúnir í að berjast og vorum ekki þéttir,“ sagði Milos.
,,Allt sem við höfum unnið í hingað til sýndum við ekki í kvöld. Þetta eru eins og tvö skref aftur á bak.“
,,Að tapa leik er ekki stórt mál ef við lærum af því og við höfum stuttan tíma til þess því það er leikur á sunnudaginn.“
Gísli Eyjólfsson vippaði boltanum í slá úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var Milos hundfúll með spyrnuna.
,,Þetta er ekki fyrir fjölmiðla, það sem mér finnst. Ég þarf ekki að segja honum það, ef þú tekur ábyrgð í einhverju í lífinu þá sýnir þú ábyrgð. Mér finnst þetta algjört ábyrgðaleysi.“