Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R, var ekki með útskýringar á 4-2 tapi liðsins gegn FH í dag. Víkingar komust í 2-0 en FH vann að lokum 4-2 sigur.
,,Það var skemmtilegt fyrir okkur að horfa á í upphafi. Við sköpum færi frá fyrstu mínútu og erum með góða möguleika að bæta við mörkum en svo kemur þriggja mínútna eitthvað sem er óútskýranlegt hrun á liðinu,“ sagði Logi.
,,Ég hef lengi verið í þessum bransa og aldrei í lífinu hef ég upplifað nokkuð líkt þessu.“
,,Stíllinn hefur verið sá að við höfum fengið mark á okkur í upphafi en það gerðist ekki í dag. Okkur tókst að skora tvö á undan mótherjanum.“