„Þetta hefur verið langur aðdraganadi að þessu og búið að vera töluvert erfiðara en við héldum, það er fullt af góðum liðum í fjórðu deildinni þannig að allir leikir hafa verið hörkuleikir,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Augnabliks eftir 3-0 sigur liðsins gegn Álftanes í kvöld.
Það voru þeir Kári Ársælsson, Hjörvar Hermannsson og Hjörtur Júlíus Hjartarsson sem skoruðu mörk Augnabliks í leiknum en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Augnablik fer því upp í 3. deildina, samanlegt 5-2.
„Ég var að segja það um daginn að það er eiginlega bara fyrst núna sem maður er að detta í stand, þetta er búið að vera þétt núna undanfarnar vikur. Ég er svo búinn að vera spila nýja stöðu og er aðeins byrjaður að finna mig í henni núna.“
„Þeir færa mig bara framar því ég nenni ekki að spila vörn, það er bara útaf því. Það var pressa á okkur fyrir sumarið, við erum með hörkuhóp. Við vorum í raun aldrei með alla bestu mennina okkar þannig að þetta hefur verið smá bras líka.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.