„Það verður æft aðeins meira en vanalega. Minna fundað og meira æft. Þetta er einn leikur og við getum sett meiri kraft í það,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins á æfignu liðsins í dag.
Ísland mætir Færeyjum mánudaginn 18. september næstkomandi en þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM.
„Við tókum fund í gær þar sem að EM var klárað og ræddum um það í svona góðan hálftíma og svo var því bara lokað. Við fórum yfir það sem var vel gert og líka það sem var ekki vel gert og við erum öll á sömu línu með það. Við ætlum okkur að læra af þessu móti og það kostar vinnu.“
„Það er erfitt að komast inná HM en það er möguleiki og á meðan það er möguleiki þá munum við klárlega teygja okkur eins langt og kostur er á. Annað sætið gæti verið okkar möguleiki en við eigum alveg að geta strítt Þjóðverjunum t.d.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.