„Leikurinn var ekki nógu góður hjá okkur, svona heilt yfir en miðað við það að við vorum 1-0 yfir og lítið eftir þá er ég jú svekktur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víking R. í kvöld.
Það var Mikkel Maigaard sem skoraði mark ÍBV í leiknum en Geoffrey Castillion jafnaði metin fyrir heimamenn á 83 mínútu og þar við sat.
„Ég er bara ekki ánægður með það hvernig við héldum boltanum og hvernig við sóttum, svo féllum við oft á tíðum alltof afarlega og það voru bara of margir leikmenn í dag sem voru ekki nógu góðir.“
„Við verðum að nýta þessi færi okkar ef við ætlum okkur að lyfta okkur upp úr þessari fallbaráttu, annars vinnum við ekki leikina.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.