Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að Jóhann Berg Guðmundsson hafi misst af æfingu liðsins í vikunni fyrir leik gegn Finnum um helgina.
Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM en Jói Berg er að glíma við smávægileg vandamál.
,,Jói Berg sleppti síðustu æfingu, hann fékk spark í lærið og fékk dead leg eins og sagt er og það tekur 2-3 daga að hrista það úr mönnum,“ sagði Heimir.
,,Ég býst við að hann verði 100 prósent með í dag en það væri eðlilegt ef hann þyrfti 1 dag í viðbót. Allir eru klárir og æstir í að fá að spila.“
,,Við erum búnir að setja upp leikinn eins og við höldum að hann spilist og finna leikmenn sem henta best í þann leik.“
,,Við vitum það að Finnarnir fara pressulausir í þennan leik. Þeir eru bara að berjast fyrir heiðrinum.“