Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir komandi leik liðsins gegn Finnum á laugardaginn.
Ísland þarf á stigum að halda í keppninni en liðið mætir Finnlandi og svo Úkraínu eftir helgi.
,,Það sat aðeins í mér mánudaginn smá þreyta en ég er í fínu standi núna,“ sagði Gylfi í dag.
,,Það hefur verið mikil bið og eftirvænting eftir þessum leik. Ekki bara hjá okkur heldur hjá þjóðinni líka.“
,,Ef þú lítur á gæðin og hópinn sem Króatía er með þá held ég að þeir tapi ekki mörgum stigum. 12 stig út úr næstu 4 leikjum gæti ekki verið nóg.“
,,Við höfum farið yfir þá ekki bara fyrir þennan leik heldur síðasta leik líka. Þeir eru alltaf nálægt því að ná úrslitum. Við stálum þremur stigum síðast en áttum ekkert skilið úr þeim leik.“