Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður landsliðsins, býst við erfiðum leik á laugardaginn er liðið mætir Finnlandi í undankeppni HM.
,,Þetta leggst bara mjög vel í mig eins og hver annar leikur. Við vitum að þetta verður mjög erfitt útaf heimaleiknum okkar þar sem þeir stríddu okkur,“ sagði Hörður.
,,Við höfum aldrei vanmatið neinn og við komum sterkir og reynum að gera eins og í Króatíuleiknum og taka það besta úr því og nýta það.“
Hörður hefur byrjað tímabilið á bekknum hjá Bristol City og útilokar ekki að kveðja liðið á lokadegi gluggans.
,,Það er svekkjandi að fá ekki að starta tímabilið í deildarleikjum en hef fengið tækifæri í bikarleikjum og hef sýnt það að ég eigi sæti skilið.“
,.Það tekur á að vera þolinmóður en maður er í þessum fótbolta og maður getur verið í 30 manna hóp og maður þarf bara að hugsa um sjálfan sig.“
,,Það hefur komið upp [að fara annað í glugganum] en ég er ósköp rólegur að fylgjast með þessum glugga.“
,,Maður veit aldrei hvað gerist og það er einn dagur eftir og við sjáum hvort eitthvað gerist eða ekki. Maður veit aldrei. Er ekki alltaf möguleiki á að gera eitthvað í þessum glugga?“