Jón Þór Haukssson, þjálfari ÍA, var svekktur með að fá ekki neitt úr leik kvöldsins er liðið tapaði 2-0 fyrir Blikum. ÍA er í veseni á botni deildarinnar.
,,Úrslitin eru vonbrigði. Niðurstaðan eru vonbrigði. Við ætluðum okkur sigur í þessum leik en lendum í kaflaskiptum leik og byrjunin var okkur erfið,“ sagði Jón Þór.
,,Ég var stoltur og ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka eftir fyrsta mark Blikana. Við fáum á okkur klaufalegt mark þar.“
,,Menn héldu allan tímann áfram og við eigum fína kafla í seinni hálfleik þar sem við reyndum allt til að koma okkur aftur inn í leikinn.“
Nánar er rætt við Jón Þór hér fyrir ofan og neðan.