„Fínn leikur hjá okkur, ég hefði vilja vera 2-0 yfir í hálfleik en ég er ánægður með allt í þessum leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld.
Einar Karl Ingvarsson kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en hann innsiglaði sigur liðsins á 80 mínútu og lokatölur því 2-0 fyrir heimamenn.
„Mér fannst við fínir í kvöld, við sköpuðum fullt af færum í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta datt aðeins niður þegar Haukur Páll fór útaf en ég held að það hafi meira verið andlegs eðlis.“
„Það er stundum þannig í fótbolta að maður þarf að þétta sig og menn voru orðnir þreyttir og þá er fínt að þétta sig aðeins tilbaka.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.