„Við spiluðum þennan leik mjög vel á löngum köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik og komumst sanngjarnt yfir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 1-2 tap liðsins gegn Braga í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Halldór Orri Björnsson kom FH yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en þeir Paulinho og Nikola Stoiljkovic sáu um að tryggja BRaga sigur í þeim síðari.
„Við gerum mistök, einstaklingsmistök sem er ekki hægt að gera þegar að þú ert að spila á móti svona góðu hluti. Þú sleppur með svona mistök í Pepsi-deildinni en ekki á móti liði eins og Braga.“
„Við ákváðum að halda áfram að gera það sem við vorum búnir að vera gera í fyrri hálfleik og það sem gekk vel. Þora að halda boltanum og senda hann innfyrir vörnina hjá þeim. Það dró aðeins af okkur, sérstaklega í seinni hálfleik enda hækkuðu þeir hraðann í leiknum mikið.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.