„Gríðarlega svekkjandi úrslit, mér fannst við spila góðan leik í kvöld og það er súrt að hafa fengið á sig þessi tvö mörk,“ sagði Halldór Orri Björnsson, sóknarmaður FH eftir 1-2 tap liðsins gegn Braga í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Halldór Orri Björnsson kom FH yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en þeir Paulinho og Nikola Stoiljkovic sáu um að tryggja BRaga sigur í þeim síðari.
„Við byrjuðum fyrri hálfleikinn mjög vel og það var draumur að ná þessu marki sem gefur okkur auka kraft en þeir komu svo öflugir út í seinni hálfleikinn og voru að skapa hættuleg færi en annars fannst mér við bara flottir.“
„Lenny skipti honum frábærlega vel yfir á mig og ég næ að tékka inn og það var bara frábært að sjá hann í markinu.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.