Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, hefði viljað fá öll þrjú stigin í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við topplið Vals.
,,Mér fannst við gera nóg til að taka þrjú stig en um leið og ég segi það þá fannst mér þetta flottur fótboltaleikur,“ sagði Willum.
,,Bæði lið voru vel skipulögð og allir voru að leggja sig fram eins og var að vænta og þá ber lítið í milli. Bæði lið gáfu fá færi á sér.“
,,Mér fannst við verðskulda víti sem hefði getað gert þennan gæfumun. Við erum tveir á móti einum varnarmanni, Andri er að leggja hann fyrir Tobias og hann stoppar hann með hendinni.“
,,Hann var inni í teig! Ekki vera að leiðrétta þetta, það er hrikalegt,“ sagði Willum við fréttamann 433.is sem tjáði honum að atvikið hefði átt sér stað fyrir utan teig.