Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R, var ánægður með sína menn í kvöld eftir 2-1 sigur gegn tíu Blikum í Kópavogi í kvöld.
,,Viðbrögðin eru alltaf gleði þegar þú vinnur leik sama hvernig leikurinn var. Þetta snýst um sigra og stig,“ sagði Logi.
,,Þetta var erfitt. Við lendum undir, við erum að hugsa um að sækja um leyfi hjá knattspyrnusambandinu að hefja ekki leik fyrir en eftir sjö, átta mínútur.“
,,Við vitum það að Breiðablik er mjög vel spilandi lið og þeir halda boltanum vel og þetta var erfitt þrátt fyrir að vera einum fleiri.“
,,Það er ekki allt fengið með því að vera einum fleiri þó það sé ákveðinn kostur.“