Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, gat verið ánægður með stigið sem liðið fékk í kvöld í markalausu jafntefli gegn KR.
,,Það væri hroki að segja annað en að við værum sáttir við stigið. Að koma í skjólið og fá stig er gott,“ sagði Arnar.
,,Þetta var meira physical heldur en fótbolti. Völlurinn blautur og þetta voru tvö lið sem vildu ekki tapa.“
,,Við komum hingað til að taka öll þrjú stigin eins og í Kaplakrika en það gekk ekki.“
Stuðningsmenn KR létu haltrandi Arnar heyra það í leiknum en hann hafði bara gaman að því í kvöld.
,,Djöfull hafði ég gaman að því. Ég fékk þetta högg og mér var illt og ég var ekkert að feika það en þetta gerði það enn sætara.“