„Varnarleikurinn þarf að vera góður en það er mikil fín stilling að spila við FH í gírnum sem þeir eru í dag,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.
ÍBV og FH mætast í úrslitum Borgunarbikarsins á laugardaginn næsta en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum á meðan Hafnfirðingar hafa lyft honum tvisvar.
„Við erum bara nokkuð góðir með boltann sjálfir og við þurfum svona aðeins að vega og meta það hvernig við spilum leikinn. Ég er ekki endanlega búinn að útfæra hann en það kemur núna á næstu dögum.“
„Ég get það ekki, við vitum að þetta er bara úrslitaleikur og það eru bara ein úrslit sem gilda. Það þýðir ekkert að tapa eða gera jafntefli, þá erum við úr leik og það hefur hvatt okkur áfram.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.