,,Það er smá fiðringur, við erum allar rosalega spenntar,“ sagði Sandra María Jessen leikmaður Íslands við 433.is á æfingu liðsins í dag.
Sandra Maria meiddist illa í upphafi árs þegar liðið var á Algarve og þá voru menn smeykir um að hún næði ekki EM í Hollandi. Bati hennar hefur hins vegar verið frábær.
,,Ég er virkilega ánægð og stolt af því að vera hluti af svona skemmtilegu verkefni.“
,,Ég get viðurkennt að þegar ég sá myndband af þessu þá hélt ég að tímabilið væri búið hjá mér, um leið og ég fékk þær fréttir frá skurðlækninum að það væri lítll möguleiki á að ég næði Evrópumótinu þá greip ég það tækifæri.“
Um helgina kom upp mál á Twitter þar sem Sandra María var kölluð heilalaus af Andra Rúnari Bjarnasyni en málinu er lokið að sögn Söndru.
Meira:
Sá markahæsti kallar Söndru Maríu heilalausa
,,Það er löngu búið, við einbeitum okkur núna að EM. Það er það eina sem skiptir máli.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.