„Leikurinn spilaðist bara eins og Milos lagði hann upp. Við vorum smá klaufar í fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta þau tækifæri sem við fengum betur,“ sagði Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks eftir 2-1 sigur liðsins á Fjölni.
Martin Lund skoraði tvívegis fyrir Blika í leiknum á meðan Marcus Solberg skoraði mark Fjölnis í leiknum.
„Ég á smá í land með að ná strákunum í liðinu þegar kemur að leikformi þannig að það var ágætis ákvörðun hjá þjálfaranum að taka mig útaf.“
„Það hentar mér vel að fá að fljóta þarna ofarlega á vellinum og mér líður bara vel í þessari stöðu sem ég spilaði í í dag.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.