„Það er bara súrt að hafa tapað þessum leik. Við vitum að þeir eru góðir að halda boltanum og planið var að liggja tilbaka en ég er fyrst og fremst svekktur að hafa tapað þessum leik,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir 2-1 tap liðsins gegn Breiðablik í kvöld.
Martin Lund skoraði tvívegis fyrir Blika í leiknum á meðan Marcus Solberg skoraði mark Fjölnis í leiknum.
„Blikar eru alltaf sterkari aðilinn í þeim leikjum sem þeir spila. Þeir unnu og voru þá betri en mér fannst við líka óheppnir. Við fáum tvö dauðafæri í fyrri hálfleik og ef þú nýtir ekki þau færi sem þú færð þá taparðu.“
„Mér fannst Blikarnir ekki vera mikið að opna okkur og þessa vegna er þetta svekkjandi en Blikarnir eru alltaf betri en andstæðingurinn, það er bara þannig.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.