„Fyrri hálfleikur var alls ekki nógu góður hjá okkur, þetta leit út eins og krakkar á móti fullorðnu fólki,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. eftir 4-2 tap liðsins gegn KR í kvöld.
Það voru þeir Tobias Thomsen, Aron Bjarki Jósepsson, Andre Bjerregaard og Óskar Örn Hauksson sem skoruðu mörk KR í leiknum en Kwame Quee og Guðmundur Steinn skoruðu mörk Ólsara.
„Maður er búinn að lenda í svona leikjum og mér fannst við mæta ágætlega inní seinni hálfleik. Þegar að við jöfnum fannst mér við líklegri til þess að setja þriðja markið.“
„Við vorum kannski of gráðugir, það er erfitt að segja mönnum að róa sig en við vorum ekki alveg nógu agaðir eftir að við jöfnum.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.