Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, hefði viljað meira í kvöld er liðið mætti Fjölni í Pepsi-deild karla. Fjölnir hafði betur 2-1.
,,Það getur verið að lokamínúturnar hefðu átt að gefa okkur mark en heilt yfir vorum við ekki nógu góðir,“ sagði Kristján.
,,Þetta eru ferleg mörk að fá á sig. Þetta er enn einn leikurinn sem við getum fengið stig úr en gerum ekki með svona barnalegum mistökum.“
,,Íraninn var allt í lagi. Það var spennandi að sjá hvað hann myndi gera. Hann var ekki of slakur en ég hefði viljað sjá hann skora strax.“