Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Við erum búnar að vera aðeins niðri, sérstaklega í gær og aðeins í morgun en við svona erum að hrista þetta úr okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður íslenska liðsins eftir 2-1 tap í gær gegn Sviss.
Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir á 33 mínútu áður en Lara Dickenmann jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Ramona Bachmann sem skoraði sigurmark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat.
„Þetta var skrítinn leikur, það var ekki mikið spila hjá hvorugu liði og við vorum ekki að ná mörgum sendingum á milli okkar. Það eru allir útí höggum og skrámum og þær fá ekki mörg færi, kannski þrjú og skora svo úr tveimur þeirra.“
„Boltinn kemur út á vinstri bakvörðinn þeirra og það varð einbeitingarleysi, bæði hjá mér og fleirum og þær ná fyrirgjöf. Við hefðum átt að loka á þetta fyrr en við misstum smá fókus en megum ekki hengja haus yfir því.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.