Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var gríðarlega ánægður með punktana þrjá sem liðið fékk gegn ÍBV í kvöld.
Fjölnir hafði betur með tveimur mörkum gegn einu en ÍBV sótti stíft að marki Fjölnis undir lokin.
,,Við fengum gott frí fyrir þessa tvo leiki og erum komnir með sex stig úr því við svo við höfum gert eitthvað rétt í fríinu,“ sagði Ágúst.
,,Þetta var mjög skrítinn leikur fannst mér, við vildum vera aðeins direct á heimavelli og að spila gegn ÍBV, við vildum fá þrjú stig. Þetta var þó einn erfiðasti leikur sem maður hefur upplifað.“
,,Þeir herjuðu á okkur síðustu mínúturnar. Ég var mjög hræddur um að missa þetta niður í eitt stig.“
,,Ég hef aldrei komið svona blautur í viðtöl, ég skipti alltaf um en þeim finnst rosalega gaman að bleyta kallinn þegar við vinnum og ég er til í allt þegar við vinnum.“