Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, var svekktur í kvöld eftir 2-1 tap gegn Fjölni í Grafarvoginum.
,,Það er ekki hægt annað en að vera svekktur. Eftir að við jöfnum var líklegra að við myndum skora seinna markið,“ sagði Gunnar.
,,Við vildum þetta en því miður fór boltinn ekki inn. Mér finnst við vera að gefa of auðveld mörk á okkur.“
,,Þetta eru oft barnaleg og óþarfa mistök. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Gamla klisjan, það er helmingur eftir af mótinu.“
,,Ég er kominn í topp form og eiginlega í fyrsta skiptið síðan ég kom heim. Ég kom að utan og hafði ekki spilað í tvo mánuði og meiddist svo stuttu eftir það.“