Bjarni Helgason skrifar frá Doetinchem:
„Við eigum góða möguleika á móti Sviss og miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum þá eigum við að alveg að geta laumað inn einu,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, leikmaður íslenska liðsins í dag.
Elísa sleit krossbönd fyrr á þessu ári í æfingaleik gegn Hollandi og er því ekki með stelpunum á EM að þessu sinni.
„Þetta hefur ekki alveg verið að detta með okkur en vonandi gerist það í kvöld. Við þurfum að halda hreinu á móti Sviss og stoppa þeirra hættulegustu leikmenn.“
„Ég fylltist gríðarlegu stolti yfir stuðningum í stúkunni á móti Frökkum. Auðvitað er þetta bitter sweet að vera í stúkunni en það er líka jákvætt að gera bara sett sólgleraugun upp og hvatt stelpurnar áfram.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.