Bjarni Helgason skrifar frá Doetinchem:
„Ég tel að við eigum góða möguleika á móti Sviss. Við erum með gott lið og það er fullt af Íslendingum á vellinum þannig að við eigum flotta möguleika,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðskona Íslands í knattspyrnu.
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM í Hollandi í kvöld klukkan 18:00 að staðartíma en fyrsta leik liðsins lauk með 1-0 tapi gegn Frökkum.
„Við spiluðum mjög vel varnarlega á móti Frökkunum og það vantaði svona herslumuninn hjá okkur á móti Frökkunum en það kemur í kvöld.“
„Við verðum að spila góðan og skipulagðan varnarleik í svona sterku móti. Mörkin munu koma með svona góðum stuðningi úr stúkunni, ég hef enga trú á öðru.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.